Í SUMAR munu þrettán listagallerí leggja saman í púkk, tvö íslensk og ellefu víða að í Evrópu. Galleríin hyggjast leggja undir sig hluta af hafnarsvæðinu í Reykjavík og koma þar upp alþjóðlegu listahverfi dagana 9. til 31. júlí.

Í SUMAR munu þrettán listagallerí leggja saman í púkk, tvö íslensk og ellefu víða að í Evrópu. Galleríin hyggjast leggja undir sig hluta af hafnarsvæðinu í Reykjavík og koma þar upp alþjóðlegu listahverfi dagana 9. til 31. júlí.

Galleríin eru Croy Nielsen og Johann König í Berlín, Foksal Gallery Foundation og Raster í Varsjá, Galerie Jocelyn Wolff í París, Galleria Zero í Mílanó, Hollybush Gardens og IBID Projects í Lundúnum, hunt kastner í Prag, Jan Mot í Brussel, Rodeo í Istanbul og Tulips & Roses í Vilnu. Einnig verða með íslensku galleríin i8 og Kling & Bang.

Yfirskrift verkefnisins er Villa Reykjavik, en samkvæmt upplýsingum á vefsetri verkefnisins, villareykjavik.com, er ekki verið að setja upp kaupstefnu, heldur að hafa einkagallerí í aðalhlutverki. Hvert gallerí setur upp sýningu eins eða tveggja listamanna, en opnunarhátíðin stendur vikuna 9. til 16. júlí með uppákomum, tónleikum, málþingum og tilheyrandi, en einnig hyggjast galleríin leggja undir sig einn skemmtistað í Reykjavík.

Hugmyndin að baki Villa Reykjavik er komin frá Raster gelleríinu í Varsjá og hófst þar í borg sumarið 2006 með þátttöku tíu gallería.