Fangelsi Átta einangrunarpláss eru á Litla-Hrauni og í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.
Fangelsi Átta einangrunarpláss eru á Litla-Hrauni og í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. — Morgunblaðið/Heiddi
NÚ eru 27 manns, þar af sjö útlendingar, í einangrun og í lausagæslu á vegum Fangelsismálastofnunar. Undanfarna daga hafa fjórir til sex þessara gæslufanga verið vistaðir á lögreglustöðvum.

NÚ eru 27 manns, þar af sjö útlendingar, í einangrun og í lausagæslu á vegum Fangelsismálastofnunar. Undanfarna daga hafa fjórir til sex þessara gæslufanga verið vistaðir á lögreglustöðvum. Byrjað var að vista menn í Bitrufangelsi í vikunni og eru þar sjö fangar.

Átta einangrunarpláss eru á Litla-Hrauni og í Hegningarhúsinu en 12 manns eru í einangrun. 133 afplánunarpláss eru í fangelsunum, en þar eru nú 142 manns.

Páll Winkel fangelsismálastjóri minnir á að um 350 manns bíði eftir afplánun. Þeim hefur fjölgað um meira en 200 manns á tveimur og hálfu ári og sumir hafa beðið á fimmta ár. Hann segir löngu ljóst að fjölga þurfi einangrunarrýmum fyrir fanga og byggja gæsluvarðhalds-, skammtíma- og afplánunarfangelsi, eins og verið sé að skoða. Talað sé um að fjölga gríðarlega starfsfólki hjá skattrannsóknarstjóra og fjölga verulega starfsmönnum hjá sérstökum saksóknara. Niðurstaða verka allra þessara starfsmanna hljóti að þýða fleiri dóma og því megi ætla að það þurfi fleiri rými í fangelsum. „Það þarf að huga að síðasta kubbnum í spilinu.“ steinthor@mbl.is