Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
ÁKVEÐIÐ var á miðstjórnarfundi í gær að sérstakur aukalandsfundur Sjálfstæðisflokksins yrði haldinn seinni partinn í júní. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins, segir að hann muni í samráði við formanninn ákveða nánari tímasetningu síðar.

ÁKVEÐIÐ var á miðstjórnarfundi í gær að sérstakur aukalandsfundur Sjálfstæðisflokksins yrði haldinn seinni partinn í júní. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins, segir að hann muni í samráði við formanninn ákveða nánari tímasetningu síðar.

Kosinn verður varaformaður í stað Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Ekki er skylda samkvæmt flokkslögum að kjósa um formannsembættið á aukalandsfundi en Bjarni Benediktsson var kjörinn í fyrra. Hann hefur samt ákveðið að fara fram á nýtt umboð.