Mahmoud Ahmadinejad
Mahmoud Ahmadinejad
HÁTT settur klerkur í Íran hefur lýst því yfir að jarðskjálftar séu sök kvenna, sem hegða sér ósiðlega. Áður hafði forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, varað við því að hætta væri á öflugum jarðskjálfta í Teheran.

HÁTT settur klerkur í Íran hefur lýst því yfir að jarðskjálftar séu sök kvenna, sem hegða sér ósiðlega. Áður hafði forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, varað við því að hætta væri á öflugum jarðskjálfta í Teheran.

„Margar konur sem klæða sig ekki hófsamlega... leiða unga menn á glapstigu, spilla siðsemd þeirra og breiða út hórdóm í samfélaginu og það eykur jarðskjálfta,“ höfðu fjölmiðlar í Íran eftir klerkinum Kazem Sedhigi.

Ahmadinejad forseti hafði sagt að flytja þyrfti um fimm milljónir af tólf milljónum íbúa Teheran til annarra svæða í landinu vegna hættu á öflugum jarðskjálfta í borginni.