Fölsun. Norður &spade;432 &heart;83 ⋄ÁK2 &klubs;ÁK653 Vestur Austur &spade;Á &spade;1065 &heart;KDG7642 &heart;Á9 ⋄109 ⋄DG65 &klubs;D92 &klubs;G1074 Suður &spade;KDG987 &heart;105 ⋄8743 &klubs;8 Suður spilar 4&spade;.

Fölsun.

Norður
432
83
ÁK2
ÁK653

Vestur Austur
Á 1065
KDG7642 Á9
109 DG65
D92 G1074

Suður
KDG987
105
8743
8

Suður spilar 4.

Fölsun getur verið svo fagmannlega unnin að hún tekur fyrirmyndinni fram. Í spili dagsins hirðir vörnin strax tvo slagi á hjarta, en síðan skiptir vestur yfir í 10 í þriðja slag. Sagnhafi drepur, spilar trompi til vesturs, sem aftur kemur með tígul. Hvað nú?

Einhvern veginn verður að þvinga austur í láglitunum. Raunveruleg kastþröng gengur ekki upp nema austur eigi fimmlit í laufi, en með blekkingu gæti fjórlitur dugað. Spilamennska sagnhafa er bæði ósvífin og fögur. Hann leggur niður laufásinn áður en hann rennir trompunum. Sé austur mannlegur mun hann henda frá sér tígulvaldinu í von um 8 hjá makker sínum, endar reiknar hann ekki með að sagnhafi slíti sig viljandi frá K í borðinu.

Þetta er „gúmmískvís“ í hæsta gæðaflokki.