Vetrarlegt Veturinn er oft fallegur og bjartur tími.
Vetrarlegt Veturinn er oft fallegur og bjartur tími. — Morgunblaðið/Ómar
Síðasti vetrardagur er í dag, sumardagurinn fyrsti á morgun. Í dag er því tilvalið að skríða út úr híði sínu, teygja vel úr sér og hugsa aðeins til baka. Hvernig var veturinn hjá þér, notalegur, kaldur, skemmtilegur, kósí?

Síðasti vetrardagur er í dag, sumardagurinn fyrsti á morgun. Í dag er því tilvalið að skríða út úr híði sínu, teygja vel úr sér og hugsa aðeins til baka. Hvernig var veturinn hjá þér, notalegur, kaldur, skemmtilegur, kósí? Hvað getur þú gert öðruvísi næsta vetur og var einhver ástæða til að skríða í híðið þó að vetur hefð verið? Veturinn var frekar góður landanum í ár þó snjóað hafi aðeins, ekki er samt loku fyrir það skotið að það snjói aðeins í viðbót þó að vetri sé formlega lokið.

Gott er að taka á móti sumrinu með breyttu og bjartara hugarfari. Athugaðu hvort þú kemst ekki í klippingu í dag, naglasnyrtingu eða augnháralitun, keyptu þér nýja sokka eða bol og taktu á móti sumri á morgun fersk/ur og fín/n. Segðu síðan bless við veturinn og þakkaðu honum fyrir samveruna þangað til næst.