[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Rene Adler, aðalmarkvörður þýska landsliðsins í knattspyrnu, á það á hættu að missa af HM en í ljós hefur komið að hann rifbeinsbrotnaði í leik með Bayer Leverkusen gegn Stuttgart í þýsku 1. deildinni á laugardaginn.
Rene Adler, aðalmarkvörður þýska landsliðsins í knattspyrnu, á það á hættu að missa af HM en í ljós hefur komið að hann rifbeinsbrotnaði í leik með Bayer Leverkusen gegn Stuttgart í þýsku 1. deildinni á laugardaginn. Sjálfur er Adler bjartsýnn á að verða klár í slaginn fyrir HM. ,,Læknirinn sagði mér að brotið ætti að gróa fljótt svo ég er bjartsýnn á geta verið með á HM ,“ sagði Adler, sem hefur leikið níu landsleiki síðan hann var fyrst valinn í landsliðið fyrir tveimur árum.

Þjóðverjar, sem ætla sér stóra hluti á HM í Suður-Afríku , eru í riðli með Áströlum, Serbum og Ghanamönnum. Þeir hita upp fyrir HM með þremur æfingaleikjum sem verða gegn Möltumönnum, Ungverjum og Bonsíumönnum.

Úkraínski knattspyrnumaðurinn Denis Sytnik er væntanlegur til úrvalsdeildarliðs ÍBV á næstu dögum en samið verður við hann til tveggja ára. Sytnik kemur frá 3. deildar liðinu Hirnyk-Sport Komsomolsk í heimalandi sínu og kemur til Vestmannaeyja í vikunni ef flugsamgöngur leyfa. Sytnik var til reynslu hjá ÍBV fyrir nokkrum vikum og skoraði þá m.a. fjögur mörk í æfingaleik gegn Hvöt .

Þá er enski miðvörðurinn Dominic Casciato væntanlegur til reynslu hjá ÍBV á næstu dögum. Hann kemur á eigin vegum og hefur spilað í bandaríska háskólafótboltanum undanfarin ár en áður með enska utandeildaliðinu Carshalton . Litlar líkur eru hins vegar á að ensku strákarnir Chris Clements og Ajay Leitch-Smith komi aftur til Eyja í sumar eins og vonir Eyjamanna stóðu til.

Belginn Eric Gerets verður að öllu óbreyttu ráðinn landsliðsþjálfari Marokkó í knattspyrnu. Frakkinn Roger Lemerre var látinn taka pokann sinn undir lok síðasta árs og hefur eftirmanns verið leitað. Gerets er núverandi þjálfari arabíska liðsins Al Hilal og er samningsbundinn liðinu til 2011. Gerets, sem lék 89 landsleiki með Belgum, hefur víða komið við í þjálfun. Hann hefur meðal annars þjálfað belgísku liðin Lierse og Club Brügge , þýsku liðin Kaiserslautern og Wolfsburg , hollenska liðið PSV , Galatasaray frá Tyrklandi og franska liðið Marseille .

Zlatko Krickic , unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs við norska félagið Fredrikstad frá HK í Kópavogi . Zlatko, sem er 18 ára gamall, lék 10 leiki með HK í 1. deildinni í fyrra en flutti síðan til Noregs í vetur og hefur æft með Fredrikstad, bæði með aðalliði og unglingaliði félagsins. Fredrikstad hefur leikið í úrvalsdeildinni undanfarin ár en féll niður í 1. deild síðasta haust. Zlatko, sem er uppalinn á Íslandi, hefur spilað 6 leiki með U17 ára landsliði Íslands og einnig tvo leiki með U16 ára landsliði Serbíu en hann er með tvöfalt ríkisfang.