Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason
ÁRNI Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra leggur áherslu á að Íbúðalánasjóður sé ekki í hættu og að ríkisstjórnin muni standa að baki honum. Fram kemur á vef ráðuneytisins að verið sé að skoða aðgerðir til að bæta stöðu sjóðsins.

ÁRNI Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra leggur áherslu á að Íbúðalánasjóður sé ekki í hættu og að ríkisstjórnin muni standa að baki honum.

Fram kemur á vef ráðuneytisins að verið sé að skoða aðgerðir til að bæta stöðu sjóðsins. Við ársuppgjör kom í ljós að eiginfjárhlutfall hans er nú um 3% en markmið laga um sjóðinn er að það sé minnst 5%. Lög gera ráð fyrir að fari hlutfallið niður fyrir 4% skuli ráðherra gert viðvart og stjórn sjóðsins leggja fram tillögur um hvernig eiginfjárhlutfallið verði bætt, meðal annars með hækkandi vaxtaálagi.