Jarðhiti Eiginfjárhlutfall jarðhitavinnsluverkefna þarf að vera 40%.
Jarðhiti Eiginfjárhlutfall jarðhitavinnsluverkefna þarf að vera 40%.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is AÐKOMA einkaaðila að fjárfestingum í jarðhitaorkuframleiðslu er nauðsynleg, svo hægt sé að ráðast í þau verkefni sem fyrirhuguð eru fram til ársins 2017. Þetta er mat sérfræðinga Íslandsbanka í jarðhitaorku.

Eftir Þórð Gunnarsson

thg@mbl.is

AÐKOMA einkaaðila að fjárfestingum í jarðhitaorkuframleiðslu er nauðsynleg, svo hægt sé að ráðast í þau verkefni sem fyrirhuguð eru fram til ársins 2017. Þetta er mat sérfræðinga Íslandsbanka í jarðhitaorku. Bankinn birti í gær skýrslu þar sem fjárþörf fyrir verkefnin sem um ræðir er metin. Svonefnt orkuteymi Íslandsbanka áætlar þannig fjárþörfina fyrir nauðsynlegar fjárfestingar ríflega 2,3 milljarða dollara íslenskum krónum eru það yfir 300 milljarðar. Eiginfjárhlutfall fjárfestinga þarf að vera tæplega 40% og nema 840 milljónum dollara.

Baklandið veikara en áður

Árni Magnússon, sem fer fyrir orkuteymi Íslandsbanka, sagði á kynningu bankans í gær að einsýnt væri að einkaaðilar þyrftu að koma að fjármögnun jarðhitaverkefna. Hingað til hefðu opinberir aðilar einir séð um fjármögnun jarðhitavirkjana. Nú væri hins vegar þrengra í búi hjá hinu opinbera, og því þyrfti að grípa til annarra ráða. Árni nefndi afstöðu stjórnvalda í því samhengi, en hún hefur ekki alltaf verið jákvæð. Í skýrslu Íslandsbanka kemur fram að erlendir fjárfestar hafi áhyggjur af viðhorfi stjórnvalda gagnvart fjárfestingum útlendinga í nýtingu náttúruauðlinda. Hin skýru skil sem dregin voru á milli eignarhalds og nýtingarréttar við kaup erlends aðila á HS Orku hafi hins vegar opnað á nýja möguleika.

Vildu vera á Íslandi

Ásgeir Margeirsson, er forstjóri Magma Energy hér á landi, sem á í dag 43% hlut í HS Orku. Hann segir fyrirtækið hafa stofnað dótturfélag í Svíþjóð vegna galla í íslenskri löggjöf og að ráðgjöf lögfræðinga iðnaðarráðuneytisins. „Þetta gerði Magma til að fara að lögum, ekki til að fara í kringum þau. Það er miður að við gátum ekki stofnað dótturfyrirtækið hér á landi,“ segir Ásgeir. Hann gagnrýnir jafnframt að nefnd um erlendar fjárfestingar sé pólitískt skipuð. Í nefndinni sitji leikmenn sem skorti skilning á lagalega flóknum viðfangsefnum.

Raforkuverð mun hækka

MAGMA Energy á nú ríflega 43% hlut í HS Orku og hefur greitt tæplega 17 milljarða fyrir þá eign. Samkvæmt þeim verðmiða er HS 40 milljarða virði. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi sagði við sölu á hlut OR í HS að um brunaútsölu á eignum væri að ræða. Sé hins vegar litið til rekstrarafkomu HS Orku og þess verðs sem greitt var, er ljóst að um háan verðmargfaldara var að ræða. Árið 2009 var EBITDA-hagnaður HS um tveir milljarðar króna, og Magma greiddi því 20-falda þá upphæð fyrir hlutinn í HS sem telst nokkuð hátt. Ásgeir Margeirsson segir að kaupverð Magma sé réttlætt með því að miklir vaxtarmöguleikar séu hjá HS. Jafnframt sé horft til þess að orkuverð á Íslandi muni hækka líkt og annars staðar í heiminum.