— Morgunblaðið/Kristinn
AÐ mati Ólafs Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands, sem skoðaði öskufallssvæðið í gær, er ástandið ekki eins slæmt og hann hafði talið fyrirfram.

AÐ mati Ólafs Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands, sem skoðaði öskufallssvæðið í gær, er ástandið ekki eins slæmt og hann hafði talið fyrirfram. Á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum, þar sem mesta öskufallið hafi orðið, þurfi þó að grípa til einhverra ráða. Ólafur telur að ef ekki bætist þeim mun meira við öskuna muni rigningin skola henni burt og bændur geta slegið tún sín í sumar. Meta verði aðstæður á hverjum stað og gefa sér tíma til þess.

Syðri gosgígurinn í Eyjafjallajökli er nú orðinn óvirkur og kraftur eldgossins er nú aðeins um tíundi hluti þess sem var á fyrstu dögum þess, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings.

Ástand í flugi batnaði á Bretlandi í gærkvöldi þegar Heathrow-flugvöllur var opnaður eftir fimm daga flugbann í breskri lofthelgi. Nánast um leið og völlurinn opnaðist, klukkan 21, lenti fyrsta flugvélin en hún var að koma frá Vancouver í Kanada.

Á myndinni er Kristinn Stefánsson, bóndi á Raufarfelli, en hann sendi í gær um tug nautgripa í sláturhús og flutti kindur sínar fjórtán í Mýrdalinn. Ástandið undir Eyjafjöllum er þess eðlis, að hans mati, að þetta er besta lausnin. Bær hans er á því svæði sem verst varð úti, en það nær frá Steinum að Hrútafelli. | 4, 12, 13 og 15.