Úlfhildur Dagsdóttir
Úlfhildur Dagsdóttir
SENN lýkur sýningunni Íslensk myndlist – hundrað ár í hnotskurn í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Af því tilefni verður safnstjórinn Inga Jónsdóttir með leiðsögn um sýninguna kl. 16:00 á morgun, sumardaginn fyrsta. Á sunnudag kl.

SENN lýkur sýningunni Íslensk myndlist – hundrað ár í hnotskurn í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Af því tilefni verður safnstjórinn Inga Jónsdóttir með leiðsögn um sýninguna kl. 16:00 á morgun, sumardaginn fyrsta.

Á sunnudag kl. 15:00 flytur Úlfhildur Dagsdóttir síðan erindi sem hún nefnir Hetjur, skrímsl og skattborgarar: lesið í myndir . Erindið verður að mestu í myndrænu formi og Úlfhildur hyggst fjalla um myndmál og myndlæsi og notast við dæmi úr Ikea-bæklingum, auglýsingum og myndasögum, auk annars sem til fellur.