Síðuhaldarinn Fjölnir Þorgeirsson á svamli með hrossum í Tjörninni.
Síðuhaldarinn Fjölnir Þorgeirsson á svamli með hrossum í Tjörninni. — Morgunblaðið/Golli
Fyrir áhugamenn um hesta og hestamennsku er nauðsynlegt að fylgjast með því sem er að gerast. Ein af nokkrum íslenskum vefsíðum sem bjóða upp á hestafréttir er einmitt Hestafrettir.is.

Fyrir áhugamenn um hesta og hestamennsku er nauðsynlegt að fylgjast með því sem er að gerast. Ein af nokkrum íslenskum vefsíðum sem bjóða upp á hestafréttir er einmitt Hestafrettir.is.

Vefurinn verður að teljast hinn myndarlegasti en honum er haldið úti af Fjölni Þorgeirssyni hestamanni.

Inn á Hestafréttir.is er sett mikið af fréttum á hverjum degi sem er mjög gott, vefurinn er líka oftast fyrstur til að birta úrslit móta.

Það er mikið um að vera á vefsíðunni og margt hægt að skoða, það eru fréttir, myndasöfn, myndbönd, beinar útsendingar frá mótum, aðsendar greinar, blogg, spjall, upplýsingar um stóðhesta, auglýsingar um hesta og annað þeim tengt til sölu og margt fleira. Svo er það spjallið sem er einn líflegasti liður síðunnar, þar geta hestamenn spjallað og spurt aðra notendur síðunnar um allt milli himins og jarðar. Þar var til dæmis skemmtileg umræða í gær um að fólk ætti ekki að halda merum undir stóðhesta sem eru í eigu þeirra peningamanna sem komu landinu á hausinn.

Það er margt að finna á Hestafrettir.is sem er lífleg og öflug síða.