[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hrannar Hólm var á dögunum kjörinn þjálfari ársins í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik kvenna. Fyrir tilviljun tók Hrannar við liði SISU í nóvember en það hafði þá átt litlu gengi að fagna.
H rannar Hólm var á dögunum kjörinn þjálfari ársins í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik kvenna. Fyrir tilviljun tók Hrannar við liði SISU í nóvember en það hafði þá átt litlu gengi að fagna. Undir stjórn Hrannars vann SISU níu af síðustu 11 leikjunum í deildinni og komst en tapaði í undanúrslitum um danska meistaratitilinn. Óvíst er hvort Hrannar heldur þjálfun liðsins áfram. Karfan.is greindi frá.

Juan Antonio Samaranch , fyrrum forseti alþjóða ólympíunefndarinnar, var fluttur mikið veikur á sjúkrahús í Barcelona á Spáni í gær. Samaranch, sem er 89 ára gamall, hefur verið hjarveikur og að sögn talsmanns sjúkrahússins var ástand hans ekki gott. Samaranch gegndi starfi forseta alþjóða ólympíunefndarinnar frá árinu 1980 til 2001 og eftir að hann hætti var hann skipaður heiðursforseti.

S teven Gerrard , fyrirliði Liverpool , hefur skorað á sína menn að styrkja liðið verulega fyrir næsta tímabil og horfa þá ekki á magn heldur gæði. Hann vill fá þrjá til fjóra toppleikmenn til félagsins. Gerrard sagði í viðtali við Daily Mail í gær að frammistaða liðsins þetta keppnistímabil hefði valdið leikmönnum jafnt sem stuðningsmönnum gífurlegum vonbrigðum. ,,Lið eins og Chelsea hafa styrkt sig geysilega á undanförnum árum og svo hefur Manchester United verið of sterkt fyrir okkur um árabil. Í fyrra vorum við nálægt því að skáka þeim en það er hægara sagt en gert að komast framúr svo kraftmiklum liðum ,“ sagði Gerrard.

Ákveðið hefur verið að hækka verðlaunaféð á Wimbledon mótinu í tennis, einu frægasta tennismóti heims sem haldið er ár hvert í London . Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki munu fá 1 milljón punda hver í verðlaun en það jafngildir um 195 milljónum króna. Á síðasta ári fengu sigurvegararnir 850.000 pund, 166 milljónir króna.

L orena Ochoa besti kvenkylfingur í heimi tilkynnti á heimasíðu sinni í gær að hún hefði tekið þá ákvörðun að segja skilið við íþróttina. Ochoa er 28 ára gömul og er frá Mexíkó . Hún segist ætla að einbeita sér að fjölskyldu sinni og góðgerðarstarfi en Ochoa hefur verið efst á heimslistanum undanfarin þrjú ár.

Portsmouth hefur fengið leyfi frá Lens í Frakklandi til að nota framherjann Aruna Dindane út þetta tímabil og í bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea , án greiðslu. Dindane hefur verið í láni hjá Portsmouth frá franska félaginu í vetur en skilyrðið var það af ef hann myndi spila 22 leiki þyrfti Portsmouth að greiða 4 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Ólíklegt er að Michael Essien leiki meira með Chelsea á leiktíðinni. Chelsea-menn voru að vonast til að geta nýtt krafta Ganamannsins á lokasprettinum en hann hefur ekkert leikið með Lundúnaliðinu á þessu ári vegna meiðsla í hné.