Flug Smám saman er flugið að færast í eðlilegt horf eftir öskufallið.
Flug Smám saman er flugið að færast í eðlilegt horf eftir öskufallið. — Morgunblaðið /Ómar
ÚTLIT er fyrir að Icelandair nái í dag að fljúga að mestu samkvæmt áætlun. Flugsamgöngur í Evrópu eru nú smátt og smátt að færast í eðlilegt horf enda fer aska sem berst frá Eyjafjallajökli minnkandi eftir því sem kraftur gossins þar dvínar.

ÚTLIT er fyrir að Icelandair nái í dag að fljúga að mestu samkvæmt áætlun. Flugsamgöngur í Evrópu eru nú smátt og smátt að færast í eðlilegt horf enda fer aska sem berst frá Eyjafjallajökli minnkandi eftir því sem kraftur gossins þar dvínar.

Icelandair stefnir að því að fljúga til Kaupmannahafnar, Amsterdam og Parísar nú í morgunsárið. Flug til London var einnig í skoðun en Heathrow-flugvöllur var opnaður í gærkvöldi sem og aðrir vellir í Bretlandi. Flugvél frá Iceland Express sem var á Gatwick-flugvelli við London átti að fljúga til Íslands í nótt og fara strax aftur utan og ná þangað fyrir morguninn.

Dæmi eru um að flugvélar sem snúa aftur til Íslands utan úr Evrópu séu hálftómar. Þannig voru aðeins fjórir farþegar með vél Icelandair frá Stokkhólmi í gærkvöldi. „Í þessu ástandi sem hefur verið snýst flugreksturinn fyrst og fremst um það að bjarga þeim farþegum sem eru strandaglópar,“ segir Guðjón Arngrímsson, blaðafulltrúi Icelandair. sbs@mbl.is