Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
GYLFI Þór Sigurðsson leikmaður Reading og 21 árs landsliðsins hélt uppteknum hætti í gærkvöldi þegar Reading mætti Scunthorpe í ensku 1. deildinni. Gylfi skoraði síðara mark Reading úr vítaspyrnu á 72.

GYLFI Þór Sigurðsson leikmaður Reading og 21 árs landsliðsins hélt uppteknum hætti í gærkvöldi þegar Reading mætti Scunthorpe í ensku 1. deildinni. Gylfi skoraði síðara mark Reading úr vítaspyrnu á 72. mínútu og kom sínum mönnum í 2:0 en Scunthorpe neitaði að gefast upp og jafnaði metin með tveimur mörkum á síðustu átta mínútum leiksins. Því er nú endanlega ljóst að Reading kemst ekki í umspil.

Gylfi Þór hefur þar með skorað 19 mörk á leiktíðinni og þar af hafa 15 komið í deildinni og sjö þeirra hefur hann skorað af vítapunktinum. Gylfi lék allan tímann en Brynjar Björn Gunnarsson sat allan tímann á bekknum. Ívar Ingimarsson lék ekki vegna meiðsla en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki valinn í hópinn. gummih@mbl.is