Fjörutíu LeBron James þurfti að sýna sínar bestu hliðar til að Cleveland næði að sigra Chicago.
Fjörutíu LeBron James þurfti að sýna sínar bestu hliðar til að Cleveland næði að sigra Chicago.
LEBRON James skoraði 40 stig fyrir Cleveland í fyrrinótt þegar liðið vann Chicago öðru sinni, 112:102, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik. Utah Jazz vann Denver Nuggets á útivelli, 114:111, og jafnaði metin í 1:1.

LEBRON James skoraði 40 stig fyrir Cleveland í fyrrinótt þegar liðið vann Chicago öðru sinni, 112:102, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik. Utah Jazz vann Denver Nuggets á útivelli, 114:111, og jafnaði metin í 1:1.

Cleveland þurfti svo sannarlega á stórleik að halda frá James þar sem Chicago veitti Austurdeildarmeisturunum geysilega harða keppni allt til loka. Leikurinn var hnífjafn þar til á lokakaflanum. Auk 40 stiganna tók James 8 fráköst og átti 8 stoðsendingar.

Joakim Noah skoraði 25 stig fyrir Chicago og tók 13 fráköst. Staðan er 2:0 fyrir Cleveland og næsti leikur er í Chicago aðfaranótt föstudags. „Þar er allt undir fyrir okkur. Leikur númer þrjú er sá mikilvægasti og við erum byrjaðir að búa okkur undir hann,“ sagði James eftir leikinn í fyrrinótt.

Fæstir bjuggust við því að Utah myndi veita Denver keppni í fyrstu umferðinni, sérstaklega etir að liðið frá Saltvatnsborg missti tvo sterka leikmenn í meiðsli. En með Deron Williams í fararbroddi vann liðið frækinn sigur í Denver, 114:111. Williams skoraði 33 stig og átti 14 stoðsendingar, og fékk góðan stuðning frá Carlos Boozer sem tók 14 fráköst.

Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver sem nú þarf að fara í tvo leiki í Salt Lake City með stöðuna jafna. vs@mbl.is