Formaður Fer yfir skýrslu RNA.
Formaður Fer yfir skýrslu RNA. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
NEFND þingmanna til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ræddi á fundum áður en skýrslan kom út hvort landsdómur stangaðist á við mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem dómurinn uppfyllir ekki það skilyrði að málsaðilar eigi þess kost að mál...

NEFND þingmanna til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ræddi á fundum áður en skýrslan kom út hvort landsdómur stangaðist á við mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem dómurinn uppfyllir ekki það skilyrði að málsaðilar eigi þess kost að mál séu tekin upp á tveimur dómsstigum.

Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, segir að eftir að hafa fjallað um málið með fræðimönnum hafi niðurstaðan verið að dómurinn stangaðist ekki á við sáttmálann. Nefndin fundaði í gær með vinnuhópi um siðferði og starfshætti og hittist aftur á þriðjudag.