Sexan hefði nægt Norður &spade;2 &heart;G1063 ⋄1062 &klubs;ÁD872 Vestur Austur &spade;G984 &spade;K10765 &heart;-- &heart;98742 ⋄ÁKDG9874 ⋄5 &klubs;2 &klubs;94 Suður &spade;ÁD3 &heart;ÁKD5 ⋄3 &klubs;KG1065 Suður spilar 6&klubs;.

Sexan hefði nægt

Norður
2
G1063
1062
ÁD872
Vestur Austur
G984 K10765
-- 98742
ÁKDG9874 5
2 94
Suður
ÁD3
ÁKD5
3
KG1065
Suður spilar 6. Útspil 4.

Áfram er haldið að glugga í bridsmetabók Davids Birds og Nikos Sarantakos. Mörg dæmi eru um það þegar spilarar spila undan háspilaröð í slemmu í þeirri von að koma makker inn og fá stungu í hliðarlit til baka. En þetta spil er talið vera versta dæmið um sofandahátt sagnhafa.

Spilið kom fyrir í landskeppni Norður-Ameríku árið 1985 milli Kanada og Bermúda. Suður opnaði á 1, Kanadamaðurinn Subbash Gupta stökk í 5, sem sýndi tígul, norður doblaði og suður sagði 6 sem varð lokasamningurinn.

Gupta ákvað að spila út 4 í þeirri von að austur gæti tekið slaginn og spilað hjarta til baka. Sagnhafa þótti útspilið ekkert grunsamlegt og bað um lítið í borði. Drew Channell í austur fékk því slaginn á 5 og vissi til hvers var ætlast af honum.