[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tvær myndir verða frumsýndar í bíóhúsum landsins, stórmyndin Robin Hood og The Last Song , sem skartar unglingastjörnunni Miley Cyrus í aðalhlutverki.

Tvær myndir verða frumsýndar í bíóhúsum landsins, stórmyndin Robin Hood og The Last Song , sem skartar unglingastjörnunni Miley Cyrus í aðalhlutverki.

Robin Hood

Það þekkja flestir söguna um Hróa hött, hetjuna djörfu sem rænir þá ríku til hjálpar þeim fátæku. Ótal bíómyndir og teiknimyndir hafa verið byggðar á sögunum af kappanum en í nýjustu útfærslunni hefjast leikar þegar hann þjónar sem bogmaður í enska hernum sem á í stríði við Frakka. Þegar hann snýr aftur og ferðast til Nottingham verður hann ástfanginn af lafði Marian og sér hvernig yfirstéttin lifir í vellystingum á kostnað þeirra fátæku. Hann safnar saman hópi málaliða og ákveður að berjast gegn óréttlætinu, bjarga bænum og ganga í leiðinni í augun á Marian.

Leikstjóri myndarinnar er Ridley Scott en í aðalhlutverkum eru Russell Crowe, Cate Blanchett, Max von Sydow, Oscar Isaac, Danny Huston, Matthew Macfadyen, Kevin Durand og Mark Addy.

Erlendir dómar

Metacritic: 75/100

Hollywood Reporter: 80/100

Variety: 70/100

Empire: 80/100

The Last Song

Þegar Veronica Miller, jafnan kölluð Ronnie, er sautján ára gömul, ákveða foreldrar hennar að skilja. Faðir hennar flytur frá New York til Tybee Island í Georgíu og þegar Ronnie hefur enn ekki jafnað sig á skilnaðinum þremur árum seinna ákveður móðir hennar að senda hana til föður síns í von um að Ronnie myndi aftur tengsl við hann. Þau eiga ástina á tónlist sameiginlega og endurnýja samband sitt í gegnum þá ást, en myndin fjallar einmitt um ástina í ýmsum myndum, t.d. ástina á milli foreldris og barns og fyrstu ástina.

Leikstjóri er Julie Anne Robinson og með aðalhlutverk fara Miley Cyrus, Greg Kinnear, Bobby Coleman, Liam Hemsworth og Kelly Preston.

Erlendir dómar

Metacritic: 33/100

Hollywood Reporter: 50/100

Variety: 50/100

Entertainment Weekly: 75/100