Orlando Magic er komið í úrslit Austurdeildar og Los Angeles Lakers í úrslit Vesturdeildar NBA í körfuknattleik.

Orlando Magic er komið í úrslit Austurdeildar og Los Angeles Lakers í úrslit Vesturdeildar NBA í körfuknattleik. Bæði luku sínum verkum með 4:0-sigrum, Orlando vann Atlanta í fjórða sinn, nú 98:84 á útivelli, og Lakers vann Utah 111:96, einnig á útivelli. Það verða því Lakers og Phoenix sem mætast í úrslitum Vesturdeildar en Orlando þarf að bíða eftir því hvernig einvígi Cleveland og Boston fer í Austurdeildinni. Þar er staðan 2:2.

Þetta var 8. sigur Orlando í jafnmörgum leikjum í úrslitakeppninni, og fjórtándi sigur liðsins í röð. Frá því stjörnuleikur NBA fór fram í febrúar hefur liðið unnið 31 af 36 leikjum sínum.

Pau Gasol var í aðalhlutverki hjá Lakers, skoraði 33 stig og tók 14 fráköst, og Kobe Bryant gaf honum lítið eftir og skoraði 32 stig. vs@mbl.is