ÁRBÆJARKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11 á degi aldraðra. Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson prédikar, prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng, aldraðir lesa ritningalestra, lögreglukórinn syngur og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Handvinnusýning eldri borgara. Hátíðarveitingar í boði Soroptimistaklúbbs Árbæjar að guðsþjónustu lokinni í safnaðarheimilinu.
ÁSKIRKJA | Útvarpsguðsþjónusta kl. 11 á kirkjudegi aldraða. Sr. Svanhildur Blöndal, heimilisprestur á Hrafnistu, prédikar. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari, kór Áskirkju syngur, og Elma Atladóttir syngur einsöng, organisti er Magnús Ragnarsson. Hádegishressing í boði Safnaðarfélags Áskirkju í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.
BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Eldri borgurum sérstaklega boðið til messu og þátttöku í helgihaldinu. Sr. Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari, prédikar. Eldri borgarar lesa ritningarlestra og taka þátt í messunni, Glæðurnar, kór Kvenfélags Bústaðakirkju, syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Veisluborð eftir messu og öldruðum boðið upp á veitingar. Sýning á munum úr starfinu í safnaðarheimili.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurður Pálsson prédikar en prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari, Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Veitingar eftir stundina.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14 á degi aldraðra. Bryndís Valbjarnardóttir guðfræðingur þjónar fyrir altari og predikar. Bryndís verður sett inn í prestsembætti aðstoðarprests við Fríkirkjuna nk. sunnudag. Eldra fríkirkjufólk er sérstaklega hvatt til að koma og taka þátt í helgihaldinu. Anna Sigga og Carl Möller ásamt kór Fríkirkjunnar leiða almennan safnaðarsögn. Boðið verður upp á veitingar að lokinni guðsþjónustu í safnaðarheimilinu á vegum kvenfélagsins.
GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 14 á degi eldri borgara. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, Karlakór Akureyrar-Geysir syngur og leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni.
GRAFARVOGSKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 á degi eldri borgara. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor við guðfræðideild HÍ prédikar og allir prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur, einsöngvari er Einar Clausen og organisti er Hákon Leifsson. Veitingar í boði sóknarnefndar og Safnaðarfélags kirkjunnar. Einar Clausen syngur í kaffisamsætinu.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10 og bænastund 10.15. Messa kl. 11 á degi aldraðra. Altarisganga og samskot í Líknarsjóð. Messuhópur. Hádegisverður eftir messu. Kirkjukórinn syngur, organisti er Árni Arinbjarnarson og prestur sr. Ólafur Jóhannsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14 á degi eldri borgara. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson, organisti Guðmundur Sigurðsson og Barbörukórinn leiðir söng. Hrafnistukórinn syngur við guðsþjónustuna undir stjórn Böðvars Guðmundssonar. Eftir guðsþjónstuna býður kirkjan eldri borgurum til veislukaffis í safnaðarheimilinu. Frumfluttur verður nýr sálmur Ómars Ragnarssonar „Þar ríkir fegurðin“ við lag John Denver. Sætaferðir frá Sólvangi, Hjallabraut 33 og Hrafnistu.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari, félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Vorferð eldri borgara eftir messu.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11 á degi aldraðra. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar kórstjóra, organisti er Douglas A. Brotchie. Eftir messu er boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu, þar leikur Elsa Kristjánsdóttir á harmoniku, Maríukór Háteigskirkju syngur undir stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur kórstjóra, Þórhildur Örvarsdóttir syngur við undirleik Douglasar. Bingó.
Umsjón Þórdís Ásgeirsdóttir, þjónustufulltrúi og prestur er Tómas Sveinsson.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 14. Prestar úr Hjalla- og Digranessöfnuði þjóna og Þráinn Haraldsson æskulýðsfulltrúi prédikar. Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi, syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Kaffi í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni. Sjá www.hjallakirkja.is.
HRAFNISTA Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14 í samkomusalnum Helgafelli. Dagurinn er jafnframt helgaður öldruðum og fjölskyldum þeirra í kirkjum landsins. Ritningarlestra lesa Edda Jóhannesdóttir og Kristín Guðjónsdóttir. Sr. Guðmundur Þorsteinsson, fv. dómprófastur, prédikar og sr. Svanhildur Blöndal þjónar fyrir altari. Einsöng syngur Tinna Sigurðardóttir og félagar úr kór Áskirkju syngja ásamt söngsystrum Hrafnistu, organisti er Magnús Ragnarsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Eldri borgarar taka þátt í athöfninni og mun Eldey, kór eldri borgara, sjá um tónlistarflutning undir stjórn Hannesar Baldurssonar. Veitingar að athöfn lokinni. Prestur er sr. Sigfús Baldvin Ingvason, organisti Arnór Vilbergsson.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari, Rannveig Löve, fyrrv. sérkennari, prédikar og félagar úr „Máli dagsins“ syngja ásamt eldri félögum úr Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu Borgum og taka eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur lagið. Sjá www.kopavogskirkja.is
LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson fyrrv. prófastur predikar og sænski kvennakórinn Opalen syngur. Prestur er sr. Jón Helgi Þórarinsson og organisti er Jón Stefánsson. Eldri borgurum sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar. Veitingar í safnaðarheimilinu á eftir. Sýning á prjónamunum frá konum á prjónakvöldum í vetur.
LAUGARNESKIRKJA | Helgisamkoma kl. 14 á degi aldraðra. Sr. Bjarni Karlsson talar og Sigurbjörn Þorkelsson þjónar, Lífsorkukórinn frá félagsstarfinu í Gerðubergi syngur, Þorvaldur Jónsson leikur á harmonikkur og Sigurður R guðmundson á gítar. Veitingar að stundinni lokinni.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Litli kórinn – kór eldri borgara í Neskirkju syngur, organisti er Reynir Jónasson og sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Veitingar á Torginu eftir guðsþjónustu.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Guðsþjónusta kl. 11. Eldey kór félags eldri borgara á Suðurnesjum syngur undir stjórn Hannesar Baldurssonar. Meðhjálpari er Súsanna Fróðadóttir.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar, kór Seljakirkju leiðir sönginn undir stjórn organistans Tómasar Guðna Eggertssonar. Veitingar verða í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu. Aldraðir eru boðnir sérstaklega velkomnir til kirkju.