Ronaldinho, sem til skamms tíma var talinn með bestu knattspyrnumönnum heims, er ekki í 23 manna landsliðshópi Brasilíu sem Dunga þjálfari valdi í gær fyrir HM í Suður-Afríku.

Ronaldinho, sem til skamms tíma var talinn með bestu knattspyrnumönnum heims, er ekki í 23 manna landsliðshópi Brasilíu sem Dunga þjálfari valdi í gær fyrir HM í Suður-Afríku. Hann verður í besta falli einn af sjö sem hafðir verða til taks ef forföll verða. Hópur Brasilíu er þannig:

Markverðir: Julio Cesar (Inter), Doni (Roma), Gomes (Tottenham)

Varnarmenn: Maicon (Inter), Daniel Alves (Barcelona), Michel Bastos (Lyon), Gilberto (Cruzeiro), Lucio (Inter), Juan (Roma), Luisao (Benfica), Thiago Silva (AC Milan)

Miðjumenn : Gilberto Silva (Panathinaikos), Felipe Melo (Fiorentina), Ramires (Benfica), Elano (Galatasaray), Kaká (Real Madrid), Julio Baptista (Roma), Kleberson (Flamengo), Josue (Wolfsburg).

Framherjar : Robinho (Santos), Luis Fabiano (Sevilla), Nilmar (Villarreal), Grafite (Wolfsburg).

vs@mbl.is