[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Francesco Totti , fyrirliði og framherji Roma , leikur ekki með heimsmeisturum Ítala á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku í sumar en Marcello Lippi tilkynnti í gær 29 manna hóp sinn í gær.
Francesco Totti , fyrirliði og framherji Roma , leikur ekki með heimsmeisturum Ítala á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku í sumar en Marcello Lippi tilkynnti í gær 29 manna hóp sinn í gær. Orðrómur var í gangi um að Totti yrði valinn í hópinn á ný en hann ákvað að segja skilið við landsliðið eftir HM í Þýskalandi fyrir fjórum árum.

Ekkert pláss reyndist vera fyrir hinn reynslumikla Alessandro Del Piero né hinn hávaxna Luca Toni en á meðal sjö framherja í hópnum er Giuseppe Rossi , framherji Villarreal , sem um tíma var á mála hjá Manchester United . Tíu leikmenn í landsliðshópnum sem Lippi valdi urðu heimsmeistarar fyrir fjórum árum.

Arnar Pétursson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV í handknattleik. Arnar, sem lék með liðinu í 1. deildinni í vetur, tekur við þjálfun liðsins af Svavari Vignissyni , sem stýrt hefur Eyjaliðinu undanfarin tvö ár. Svavar, sem eins og Arnar er fæddur og uppalinn Vestmannaeyingur, fer ekki langt því hann mun taka við þjálfun kvennaliðs ÍBV.

Skoski knattspyrnumaðurinn Scott Ramsay skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Grindvíkinga. Ramsay er 34 ára gamall og hefur átt góðu gengi að fagna með Grindavíkurliðinu frá því hann gekk í raðir þess árið 1998. Ramsay lék með Grindvíkingum til ársins 2003 en fór þaðan til KR , Keflavíkur og Víðis en sneri svo aftur til Grindavíkur árið 2007 og hefur verið lykilmaður liðsins.

Steve McClaren , fyrrverandi landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur verið ráðinn þjálfari þýska liðsins Wolfsburg til næstu þriggja ára. McClaren, sem var við stjórnvölinn hjá Middlesbrough fyrir nokkrum árum og var um tíma aðstoðarmaður Alex Fergusons hjá Manchester United , yfirgefur hollenska liðið Twente en undir hans stjórn varð liðið hollenskur meistari á dögunum.

Erica Blasberg , 25 ára gömul bandarísk stúlka og atvinnukylfingur, fannst látin á heimili sínu í Las Vegas um síðustu helgi. Hún var mjög sigursæl í háskóla en hafði aðeins keppt á einu atvinnukvennamóti í ár. Ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök og lögregla rannsakar málið.