Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
,,Við erum ennþá að ræða við Reading og það lítur svo sem ágætlega út. Ég reikna með að málin muni skýrist á næstu dögum,“ sagði Ívar Ingimarsson, fyrirliði enska 1. deildar liðsins Reading, við Morgunblaðið í gær.
Ívar hefur átt í viðræðum við Reading um nýjan samning í nokkuð langan tíma. Hann hafnaði í vetur samningstilboði félagsins en í síðustu viku fékk hann nýtt tilboð frá félaginu sem hann hefur leikið með síðustu sex árin.
Hentar vel að vera um kyrrt
,,Það kom nýtt tilboð sem ég er búinn að fara yfir. Það eru ákveðnar breytingar sem við viljum fá og ef það gengur upp á ég von á að þessi mál verði kláruð fljótlega. Það myndi henta mér vel að vera um kyrrt hjá Reading. Það yrði gaman að taka þátt þessu áfram. Við fórum illa af stað en með nýjum mönnum við stjórnvölinn fór liðinu að ganga betur,“ sagði Ívar, sem er enn að jafna sig eftir aðgerð í læri sem hann gekkst undir í mars.,,Ég er ekki orðinn leikfær. Ég er farinn að ganga eðlilega og ég mun hitta sérfræðing um miðjan mánuðinn og þar fæ ég vonandi grænt ljós á að geta byrjað að skokka og stefni svo á að verða klár þegar tímabilið hefst í haust.“
Stendur þér eitthvað annað til boða en Reading?