— Morgunblaðið/Ómar
Álftin Svandís á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi er nú með fjóra unga og sat fjölskyldan fyrir hjá ljósmyndara Morgunblaðsins í gær, ef til vill vegna þess að ungarnir fóru sína fyrstu sundferð þótt ekki sé hægt að fullyrða það með vissu.
Álftin Svandís á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi er nú með fjóra unga og sat fjölskyldan fyrir hjá ljósmyndara Morgunblaðsins í gær, ef til vill vegna þess að ungarnir fóru sína fyrstu sundferð þótt ekki sé hægt að fullyrða það með vissu. Vatnið er afar grunnt við hólmann þar sem hreiðrið er. Parið öslaði út í vatnið með ungana og hóf að róta upp æti af botninum. Ljósmyndari vildi fá fuglana nær og kastaði til þeirra brauðbitum sem þegnir voru með mikilli ánægju. Parið kemur oftast upp fjórum til fimm ungum, einu sinni eyðilögðust nokkur egg og ungarnir urðu aðeins tveir. Svandís er sjálf landsþekkt undir þessu nafni en lesendur gætu varpað fram tillögum að nafni á karlinn.