Handverks- og sögusýning verður haldin á Iðufelli í Laugarási um hvítasunnuhelgina. Ýmsir munir verða þar til sýnis frá föstudegi fram á mánudag.
Handverks- og sögusýning verður haldin á Iðufelli í Laugarási um hvítasunnuhelgina. Ýmsir munir verða þar til sýnis frá föstudegi fram á mánudag. Samhliða fjölbreyttri handverkssýningu verða til sýnis gamlir og þjóðlegir hlutir, áhöld og verkfæri forfeðranna, eins og gamall traktor, strokkur, skilvinda og hesputré. Harmonikkufélag Selfoss mun svo þenja nikkuna á dansleikjum öll kvöldin, segir í tilkynningu.