Skrifað verður undir samning við heimsþekkt tölvufyrirtæki þegar íslenska gagnaverið Thor verður tekið í notkun á morgun.

Skrifað verður undir samning við heimsþekkt tölvufyrirtæki þegar íslenska gagnaverið Thor verður tekið í notkun á morgun. Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri gagnaversins, segir að með þeim samningi, sem er fyrsti stóri samningur fyrirtækisins, sé gagnaverið orðið vel rekstrarhæft. Fyrsta gámaeiningin af 13 verður þá tekin í notkun, en gagnaverið er við Steinhellu í Hafnarfirði.

Jón Viggó segir að fyrirtækið hafi fleiri samninga í burðarliðnum. „Við höfum orðið vör við mikinn áhuga á Íslandi að undanförnu. Það sem dregur erlenda aðila að landinu er græn orka, auk þess sem rekstrarkostnaður er almennt lægri hér en annars staðar,“ segir hann.

Jón Viggó segir að þessi samningur geri að verkum að Thor verði að kaupa fleiri gámaeiningar á næstunni. ivarpall@mbl.is