Um hvítasunnuna, 22. og 23. maí, heldur Hrólfur Sæmundsson óperusöngvari námskeið fyrir unga söngvara í sal Söngskólans í Reykjavík. Námskeiðið miðast að því að undirbúa söngnemendur fyrir það sem tekur við að námi loknu og byggist á fyrirlestri og svokölluðu „masterclass“ þar sem þátttakendur spreyta sig undir leiðsögn Hrólfs.
Námskeiðið er bæði fyrir þá sem ekki hafa lokið miklu söngnámi og þá sem eru lengra komnir. Þátttakendur munu svo koma fram á ókeypis tónleikum á sunnudeginum 23. ágúst kl. 16.
Einnig verður hægt að fylgjast með á „masterclass“-hluta námskeiðsins án beinnar þátttöku gegn gjaldi, en það hefst kl. 15 laugardaginn 22. maí.
Hrólfur Sæmundsson starfar í Þýskalandi og hefur sungið þar ýmis veigamikil hlutverk, s.s. Evgení Onegin, Papagenó, Pelleas og Ford. Að auki stóð hann um árabil fyrir Sumaróperu Reykjavíkur.
Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið lampaskermur@hotmail.com .