Flug raskast Eldosið hefur heldur betur sett strik í reikning flugfélaganna.
Flug raskast Eldosið hefur heldur betur sett strik í reikning flugfélaganna. — Ljósmynd/Ómar Ragnarsson
Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Flugfélögin hafa orðið fyrir gríðarlegum tekjumissi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Hlynur Orri Stefánsson

hlynurorri@mbl.is

Flugfélögin hafa orðið fyrir gríðarlegum tekjumissi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Kostnaður Icelandair Group vegna gossins nemur á bilinu frá 700 milljónum króna til milljarðs, að sögn Birkis Hólm Guðnasonar, framkvæmdastjóra flugfélagsins. Einnig hefur hægt mjög á pöntunum síðan gosið hófst.

Pantanir fyrir sumarið hjá Icelandair hafa undanfarnar vikur verið um fjórðungur af því sem var á sama tíma undanfarin ár. Svipaða sögu er að segja af mörgum öðrum flugfélögum í Evrópu.

Staðan er einnig erfið fyrir flugfélög í innanlandsflugi. „Ef ástandið verður áfram svona í sumar verða félögin sem stunda innanlandsflug í verulegum vandræðum,“ segir Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis. Í sama streng tekur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Þá daga sem ekkert er flogið verði flugfélagið af sjö til átta milljónum, en þeir dagar hafi verið um tíu í apríl og maí. 2 og 6