Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir því harðlega að enn á ný skuli þessi ríkisstjórn sem kennir sig við „velferð“ ráðast að félagslega kerfinu með því offorsi sem félags- og tryggingamálaráðherra boðaði á föstudag síðastliðinn.
„Allt frá janúar 2009 hafa lífeyrisþegar orðið að bera hlutfallslega mestar byrðar vegna bankahrunsins, þar sem óprúttnir fjárglæframenn mökuðu krókinn á kostnað skattborgaranna. Allt síðasta ár dundu skerðingar á örorku- og ellilífeyrisþegum í formi skerðinga á lífeyri eða auknum lyfjakostnaði og hækkun komugjalda.“