Gísli Ólafur Emilsson, f. 16. september 1924, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Garðvangi 28. apríl 2010.
Útför Gísla fór fram í kyrrþey frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 6. maí sl.
Fimmtudaginn 6. maí síðastliðinn var til moldar borinn Gísli Emilsson sem giftur var Fríðu frænku. Ótal ánægjulegar minningar koma upp í huga okkar, sem við áttum með þeim Gísla og Fríðu. Gísli var ávallt léttur, kátur og viðræðugóður maður sem gott var að umgangast. Við viljum með þessum orðum þakka honum fyrir margar góðar samverustundir.
Far vel í friði
til frænda þinna
lofi leyfður
og ljóðstöfum;
far, öðlingur,
og alda lýstu
bifröst vorra
bestu manna.
(M. Jochumsson)
Hvíl í friði, kæri vinur.
Elsku Heiðar, Stefanía, Fríða Kristín og Sigríður, við vottum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Ykkar frændfólk og vinir,
Guðrún, Viðar, Heiða,
Eiríkur, Karen og Helgi.