„Það var auðvitað alltaf stefnan að koma heim og spila með Val en ég verð að skilja við félagið núna.

„Það var auðvitað alltaf stefnan að koma heim og spila með Val en ég verð að skilja við félagið núna. Ég á eftir að sakna stelpnanna mikið en þetta er bara skref sem ég verð að taka og fyrir mig er þetta náttúrulega flott tækifæri,“ sagði landsliðskonan Sif Atladóttir sem mun ekki leika með Val í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar eins og búist hafði verið við. Hún hefur gert nýjan samning við þýska liðið Saarbrücken, til eins árs.

Þetta eru óvæntar og óþægilegar fréttir fyrir Valsmenn en á heimasíðu félagsins er Sif óskað velgengni og vonast menn til að hún snúi aftur til Vals í náinni framtíð.

„Ég er búin að eiga frábæran tíma hjá Val og hjartað slær áfram þar. Það er aldrei að vita hvað gerist eftir ár og þá gæti vel verið að ég kæmi aftur á Hlíðarenda,“ sagði Sif. sindris@mbl.is 2