Gylfaflöt er dagþjónusta fyrir fötluð ungmenni á aldrinum 16-25 ára sem rekin er í Bæjarflöt 17 í Kópavogi. Þar hafa ungmennin meðal annars unnið að því undanfarið að skreyta fótskemla sem seldir verða á uppboði á föstudaginn kl. 15. Skemlarnir eru fjölbreyttir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og smíðaðir sérstaklega fyrir uppboðið, en ágóði af uppboðinu rennur til að bæta aðstöðuna í Gylfaflöt.
Söngvarinn Geir Ólafsson kemur fram á uppboðinu með hljómsveit sinni og flytur nokkur lög.
Leiðrétting 21. maí
Í blaðinu í gær var sagt frá skemlauppboði sem fer fram í dag í Gylfaflöt, dagþjónustu fyrir fötluð ungmenni. Í fréttinni stóð að Gylfaflöt væri í Bæjarflöt 17 í Kópavogi en hið rétta er að hún er í Bæjarflöt 17 í Reykjavík.Í dag milli kl. 15 til 17 er tíu ára afmælishátíð Gylfaflatar og kl. 16.15 fer fram uppboð á skemlum sem ungmennin hafa gert til fjáröflunar fyrir Gylfaflöt.