Kaka Garðsgestunum var í gær boðið upp á tertu, enda sjálfsagt að gera sér dagamun á tímamótum. Gestir garðsins eru í öllum aldurshópum og fjölgar.
Kaka Garðsgestunum var í gær boðið upp á tertu, enda sjálfsagt að gera sér dagamun á tímamótum. Gestir garðsins eru í öllum aldurshópum og fjölgar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikið var um dýrðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík í gær þegar haldið var upp á 20 ára afmæli þessa vinsæla viðkomustaðar. „Við segjum stundum að allir komi hingað í garðinn að minnsta kosti þrisvar sinnum á ævinni.

Mikið var um dýrðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík í gær þegar haldið var upp á 20 ára afmæli þessa vinsæla viðkomustaðar.

„Við segjum stundum að allir komi hingað í garðinn að minnsta kosti þrisvar sinnum á ævinni. Fyrst sem barn, næst sem foreldri og svo sem amma eða afi. Samkvæmt þessu er önnur kynslóðin nú farin að koma til okkar, ungir foreldrar sem heimsóttu staðinn sem börn á fyrstu árunum hér,“ segir Tómas Óskar Guðjónsson forstöðumaður.

Allt frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að starfsemin í garðinum sé í senn fræðsla og skemmtun. Vísindaveröldin er ungum sem öldnum heillandi heimur en þar er brugðið ljósi á raunvísindi á auðskiljanlegan hátt. Metnaður stendur til að efla þennan þátt starfseminnar frekar á komandi tíð. Öll íslensku húsdýrin eru í garðinum sem og villtu íslensku spendýrin, utan mýs og rottur. Þá bætast eðlur og slöngur við í fánu garðsins síðar á þessu ári. 12 sbs@mbl.is