— Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrstu jarðarberin í ár frá Garðyrkjustöðinni Silfurtúni á Flúðum fóru þaðan í fyrir helgi og gerir Eiríkur Ágústsson, eigandi stöðvarinnar, ráð fyrir að uppskeran verði komin í almenna dreifingu fljótlega.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Fyrstu jarðarberin í ár frá Garðyrkjustöðinni Silfurtúni á Flúðum fóru þaðan í fyrir helgi og gerir Eiríkur Ágústsson, eigandi stöðvarinnar, ráð fyrir að uppskeran verði komin í almenna dreifingu fljótlega.

Jarðarber hafa verið ræktuð í Silfurtúni í nær 15 ár en Eiríkur og Olga Guðmundsdóttir, kona hans, keyptu stöðina 2002. Síðan hafa þau bætt við húsin í tvígang og nú fer ræktunin fram í um 3.500 fermetra stóru húsnæði. Eiríkur segir að Silfurtún sé stærsti framleiðandi landsins, uppskeran sé um sjö til 10 tonn á ári og um átta manns sinni starfinu á háannatímanum.

Að sögn Eiríks byrjar hann að hita upp gróðurhúsin í febrúar og fljótlega upp úr því þarf að huga að plöntunum, laga þær til og snyrta.

Fyrsta uppskeran er gjarnan í lok maí og er reynt að halda út til loka október.

Ræktun jarðarberja

» Garðjarðarber urðu til fyrir 200-250 árum, þegar tveimur jarðarberjategundum var æxlað saman í Frakklandi.
» Ræktunin hófst seint hér á landi en árið 1941 skrifaði Martínus Simson á Ísafirði grein í Garðyrkjuritið og segist hafa ræktað jarðarber þar vestra um tíu ára skeið.