Hagnaður af rekstri færeyska olíufyrirtækisins Atlantic Petroleum nam 20,5 milljónum danskra króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins, jafnvirði 440 milljóna íslenskra króna. Afkoma félagsins fyrir skatta var sú besta frá því það var stofnað árið 1998.
Hagnaður eftir skatta nam 15,3 milljónum danskra króna á sama tímabili í fyrra, eða um 330 milljónum íslenskra króna á núvirði.
Tekjur fyrirtækisins námu 76,9 milljónum danskra króna nú en 26,6 milljónum danskra króna í fyrra.
Fyrirtækið er byrjað að framleiða olíu á tveimur svæðum á Atlantshafi og er framleiðsla yfir væntingum.