Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Á fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær var samþykkt tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að miðborg Reykjavíkur verði skilgreind sem sérstakt verndarsvæði til samræmis við það sem þekkist í mörgum sögulegum bæjum og borgum í Evrópu og...

Á fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær var samþykkt tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að miðborg Reykjavíkur verði skilgreind sem sérstakt verndarsvæði til samræmis við það sem þekkist í mörgum sögulegum bæjum og borgum í Evrópu og N-Ameríku.

„Markmiðið er að vernda sögulega byggð á svæðinu og stuðla að því að þegar framkvæmdir fara fram innan svæðisins verði þær til þess fallnar að styrkja heildarmynd þess til samræmis við það sem var þegar svæðið byggðist.“