Heilbrigðisráðuneytið segir að tryggt sé að enginn sjúklingur, sem njóti lyfjameðferðar vegna þunglyndis, verði án lyfja í kjölfar nýrrar reglugerðar um breytta greiðsluþátttöku vegna þunglyndislyfja.

Heilbrigðisráðuneytið segir að tryggt sé að enginn sjúklingur, sem njóti lyfjameðferðar vegna þunglyndis, verði án lyfja í kjölfar nýrrar reglugerðar um breytta greiðsluþátttöku vegna þunglyndislyfja.

Ráðuneytið segir Frumtök, samtök frumlyfjaframleiðenda, hafa gengið lengra í sínum „fullyrðingum og hræðsluáróðri gagnvart viðkvæmum sjúklingahópi en hægt sé að láta ósvarað,“ eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins.