Vegna hugmynda þingmannanefndar um rannsóknarskýrsluna um að hún verði greind með „kynjagleraugum“ hefur átaksráð karlahóps viðskiptadeildar Morgunblaðsins kyngreint peningamálastefnu Seðlabanka Íslands.

Vegna hugmynda þingmannanefndar um rannsóknarskýrsluna um að hún verði greind með „kynjagleraugum“ hefur átaksráð karlahóps viðskiptadeildar Morgunblaðsins kyngreint peningamálastefnu Seðlabanka Íslands.

Samkvæmt tölum SÍ voru tæplega 83% allra seðla í umferð við apríllok með mynd af konu á. Um er að ræða Ragnheiði nokkra Jónsdóttur, en samkvæmt bestu heimildum blaðsins er hún ekki náskyld Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Síðastnefnda atriðið verður að teljast áhyggjuefni.

Þetta þýðir að karlar prýða 17% allra seðla gefnina út af Seðlabankanum sem voru í umferð við lok síðasta mánaðar.

Það er niðurstaða átaksráðs karlahópsins að þrátt fyrir að ein kona beri höfuð og herðar yfir aðra þegar peningamálastefnan er kyngreind þá beri að hafa af því áhyggjur að hún kunni að vera einsleit fyrirmynd sem á takmarkað erindi við samtímann. Hinsvegar eru sóknarfærin gríðarleg þar sem ljóst er að peningaprentun muni aukast gríðarlega á næstunni og allar líkur eru á þvi að brýn þörf verði á útgáfu nýrra seðla þegar fram í sækir. Leggur átaksráðið til að horft verði til nútímalegra kvenna sem eiga erindi við samtímann þegar tekin verður ákvörðun um hverjir muni prýða þá seðla: Halla Tómasdóttir, Sóley Tómasdóttir og Atli Gíslason eru nöfn sem koma upp í hugann.