— Morgunblaðið/Kristinn
Mikil vinna er ávallt lögð í að halda umhverfi Landspítalans við Hringbraut snyrtilegu; félagarnir Hilmar og Jakob voru að störfum í gær.
Mikil vinna er ávallt lögð í að halda umhverfi Landspítalans við Hringbraut snyrtilegu; félagarnir Hilmar og Jakob voru að störfum í gær. Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Vinnumálastofnun auglýstu nýlega eftir umsóknum um störf við tímabundin átaksverkefni á vegum ráðuneyta og undirstofnana þeirra og rann fresturinn út í gær. Um var að ræða alls 856 störf og voru þau ætluð fólki á atvinnuleysisskrá með bótarétt og námsmönnum á milli anna. Um tveir tugir sveitarfélaga tilkynntu auk þess á að giska 300 laus störf, frestur vegna þeirra rennur út 24. maí. Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, er þegar ljóst að um 1.200 manns sóttu um fyrrnefndu störfin, aðallega námsfólk.