Skjálftahrina hófst norðvestur af Gjögurtá á sjötta tímanum í gærkvöldi. Urðu skjálftarnir norðaustur af Siglufirði, sá öflugasti var nærri fjögur stig. Fyrsti skjálftinn, um hálfsexleytið, var áberandi stærstur.
Skjálftahrina hófst norðvestur af Gjögurtá á sjötta tímanum í gærkvöldi. Urðu skjálftarnir norðaustur af Siglufirði, sá öflugasti var nærri fjögur stig. Fyrsti skjálftinn, um hálfsexleytið, var áberandi stærstur. Um tugur eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið, þeir stærstu um 2 stig á Richter. Tilkynningar bárust um að skjálftinn hefði fundist á Ólafsfirði og Siglufirði. Skjálftar af þessari stærðargráðu verða annað slagið á þessum slóðum, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu.