Kevin Garnett
Kevin Garnett
Boston Celtics stefnir hraðbyri í NBA-úrslitin eftir annan útisigur á Orlando Magic, 95:92, í úrslitum Austurdeildarinnar í fyrrinótt og meistararnir frá 2008 eru þar með komnir í 2:0.

Boston Celtics stefnir hraðbyri í NBA-úrslitin eftir annan útisigur á Orlando Magic, 95:92, í úrslitum Austurdeildarinnar í fyrrinótt og meistararnir frá 2008 eru þar með komnir í 2:0.

Sterkur varnarleikur Boston réð úrslitum en liðið hélt Rashard Lewis og Jameer Nelson niðri allan tímann. „Við förum þetta á baráttunni og seiglunni. Við spilum vörn í 48 mínútur,“ sagði Kevin Garnett við fréttamenn eftir leikinn.

Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston og Rajon Rondo skoraði 25 stig og átti 8 stoðsendingar. Dwight Howard skoraði 30 stig fyrir Orlando og þeir Vince Carter og J.J. Redick 16 hvor.

Nú berst leikurinn til Boston þar sem liðin mætast á laugardags- og mánudagskvöld og lið Celtics gæti því lokið verkinu á sínum heimavelli. vs@mbl.is