Millilandaflug var með eðlilegum hætti í gær en er leið á daginn var aflýst áætlunarferðum Flugfélags Íslands til Egilsstaða og Ísafjarðar um kvöldið. Óljóst var hver staðan yrði í dag og voru farþegar hvattir til að fylgjast með fréttum.

Millilandaflug var með eðlilegum hætti í gær en er leið á daginn var aflýst áætlunarferðum Flugfélags Íslands til Egilsstaða og Ísafjarðar um kvöldið. Óljóst var hver staðan yrði í dag og voru farþegar hvattir til að fylgjast með fréttum.

Gosmökkurinn frá Eyjafjalljökli var heldur lægri í gær en síðustu daga eða fimm til sex kílómetrar. Því lægri sem strókurinn er, þeim mun minna er magnið af ösku sem kemur úr fjallinu. Gjóskufalls gætti norðvestur af eldstöðinni og einnig á Norðurlandi upp úr hádegi. Búist er við öskufalli norðaustur af eldstöðinni í dag, fimmtudag, áttin verður austanstæð við gosstöðina en vindur verður hægur næstu daga.

Tilkynningar um öskufall komu frá Flúðum, úr Fljótshlíð, Rangárþingi ytra, Húsavík og Skagafirði en þar varð vart ösku samfara rigningu um hádegið, að því er fram kom í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands og jarðvísindastofnun Háskólans.

Rúmlega tuttugu eldingar mældust á eldingamælum bresku veðurstofunnar frá miðnætti og fram á miðjan dag í gær. Er það mun minni tíðni en daginn áður.

kjon@mbl.is

ASKAN Á FLUGLEIÐUM

Sveiflukennt

Sums staðar geta verið svæði í háloftunum með mikilli ösku en sé flogið nokkrum kílómetrum lengra mælist nær engin aska, að sögn BBC. Breska veðurstofan notar í tilraunaflugi sínu flugvélar með hátæknibúnaði til að mæla þessar sveiflur en það er ekki gert í tilraunaflugi flugfélaga. Ef síðarnefnda vélin sleppur við allt öskutjón getur skýringin einfaldlega verið heppni.