Vextir Peningalegt aðhald vanmetið vegna innfluttrar verðbólgu.
Vextir Peningalegt aðhald vanmetið vegna innfluttrar verðbólgu. — Morgunblaðið/Golli
Einn nefndarmanna peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands lagði til á síðasta fundi nefndarinnar að vextir bankans yrðu lækkaðir um 1,0%, en niðurstaðan varð sú að lækka þá um 0,5% að tillögu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.

Einn nefndarmanna peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands lagði til á síðasta fundi nefndarinnar að vextir bankans yrðu lækkaðir um 1,0%, en niðurstaðan varð sú að lækka þá um 0,5% að tillögu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.

Innflutt verðbólga

Sá nefndarmaður er lagði ríflegustu vaxtalækkunina til benti á að endurskipulagning efnahagsreikninga innlendra aðila kallaði á meiri vaxtalækkanir. En fjöldi lánastofnana á Íslandi býður nú heimilum og fyrirtækjum umbreytingar á erlendum lánum yfir í krónulán. Nefndarmaðurinn benti einnig á að væru raunvextir reiknaðir sem mismunur nafnvaxta og hlutfallslegra verðlagsbreytinga síðastliðsins árs væru áhrif hinnar aðhaldssömu peningastefnu vanmetin. Enda mætti rekja verðlagsbreytingar fyrst og fremst til hærra verðs á innfluttri vöru.

Verðbólga í apríl mældist 8,3% miðað við verðlagsbreytingar 12 mánuði á undan. Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar ýta verðlagi nokkuð upp, en í fundargerð peningastefnunefndar kemur fram að án áhrifa skattalækkana er verðbólgan 6,9%. Í peningastefnunefnd sitja Már Guðmundsson, Arnór Sighvatsson, Þórarinn Pétursson, Anne Sibert og Gylfi Zoëga. thg@mbl.is