Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Skagamenn komust loks á sigurbraut en eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni báru þeir sigurorð af liði KFG úr Garðabæ, 5:0, í 2. umferð bikarkeppninnar í knattspyrnu.

Skagamenn komust loks á sigurbraut en eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni báru þeir sigurorð af liði KFG úr Garðabæ, 5:0, í 2. umferð bikarkeppninnar í knattspyrnu. Markahrókurinn og íþróttafréttamaðurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði tvö mörk og þá skoraði Stefán Örn Arnarson eitt marka Akurnesinga í sínum fyrsta leik með liðinu en hann kom til liðsins frá Keflvíkingum á dögunum.

Eiríkur Kúld, lánsmaður frá FH, skoraði þrennu fyrir ÍR-inga sem burstuðu KFK, 7:2. Annar lánsmaður frá Íslandsmeisturum FH, Brynjar Benediktsson, skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með Leikni sem lagði Kjalnesinga, 7:2.

HK-ingar áttu ekki í vandræðum með Þrótt úr Vogum en 9:0 urðu úrslitin á Kópavogsvelli og Víkingar gerðu góða ferð í Borgarnes þar sem þeir höfðu betur gegn Skallagrími, 6:0. Þá skoraði Aron Jóhannsson fjögur mörk fyrir Fjölni í 5:0-sigri á KV.

Dregið verður til 32-liða úrslitanna á morgun og þá koma liðin úr Pepsi-deildinni inn í keppnina.

gummih@mbl.is