Mótanefnd Handknattleikssambands Evrópu hefur ákveðið að Ísland skuli fara beint í úrslitakeppni EM 20 ára landsliða karla í Slóvakíu í sumar en ekki var hægt að leika undanriðil keppninnar hér á landi 16.-18. apríl vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Mótanefnd Handknattleikssambands Evrópu hefur ákveðið að Ísland skuli fara beint í úrslitakeppni EM 20 ára landsliða karla í Slóvakíu í sumar en ekki var hægt að leika undanriðil keppninnar hér á landi 16.-18. apríl vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Lið Serbíu, Svartfjallalands og Makedóníu komust ekki til Íslands vegna gossins og treystu sér ekki til að reyna Íslandsför í annað sinn. Í ljósi þess, og vegna þess að Ísland varð í öðru sæti í síðustu heimsmeistarakeppni í þessum aldursflokki, ákvað mótanefnd EHF að Ísland færi beint í lokakeppnina en Serbía, Svartfjallaland og Makedónía skyldu leika í forkeppni um eitt EM-sæti.

Íslensku strákarnir fara því til Slóvakíu og leika þar 29. júlí til 8. ágúst. Þar verða þeir í riðli með Portúgal, Slóvakíu og Ísrael og er spilað í Bratislava. vs@mbl.is