Næst besti flokkurinn sendi yfirkjörstjórn í Kópavogi athugasemd í gær við framkvæmd kosninga þar sem farið var fram á að öll atkvæði greidd fyrir 9. maí yrðu látin niður falla.
Næst besti flokkurinn sendi yfirkjörstjórn í Kópavogi athugasemd í gær við framkvæmd kosninga þar sem farið var fram á að öll atkvæði greidd fyrir 9. maí yrðu látin niður falla. Telur flokkurinn að jafnræðis hafi ekki verið gætt þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 32 dögum áður en framboðsfrestur rann úr. Kjósendur viti því ekki hverjir eru í framboði fyrstu fimm vikur atkvæðagreiðslunnar.