Ásta S. Helgadóttir
Ásta S. Helgadóttir
„Að sjálfsögðu liggur á þessu,“ segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, um úrræði frumvarpa sem varða greiðsluaðlögun og stöðu skuldara.

„Að sjálfsögðu liggur á þessu,“ segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, um úrræði frumvarpa sem varða greiðsluaðlögun og stöðu skuldara.

Úrræðin sem felast í frumvörpunum telur hún verða til bóta fyrir þá sem þurfa á aðstoð vegna greiðsluerfiðleika að halda og einfalda greiðsluaðlögunina.

Hún segir nokkuð af fólki leita aðstoðar sem hefur fengið nauðungarsölu frestað samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga um nauðungarsölu. Hún segir fólk oft draga fram á síðustu stundu að leita sér aðstoðar. „Oft er fólk mjög kvíðið en þegar þetta er komið alveg á síðasta dag er svo erfitt að gera eitthvað,“ segir Ásta og hvetur fólk til að leita aðstoðar sem fyrst. Sími ráðgjafarstofunnar er 512-6600 og vefsíðan er www.rad.is.