Tásur Eitt ráð við táfýlu er að vera einfaldlega í opnum skóm.
Tásur Eitt ráð við táfýlu er að vera einfaldlega í opnum skóm. — Morgunblaðið/Jim Smart
Sumarið er einstaklega sprellandi tími fyrir Íslendinga sem kúldrast meira og minna inni yfir veturinn. Á sumrin flæðir fólk út úr skúmaskotum og vill vera úti undir berum himni, nánast allan sólarhringinn.

Sumarið er einstaklega sprellandi tími fyrir Íslendinga sem kúldrast meira og minna inni yfir veturinn. Á sumrin flæðir fólk út úr skúmaskotum og vill vera úti undir berum himni, nánast allan sólarhringinn. Sumir segjast meira að segja ekki tíma að sofa yfir sumarmánuðina, reyna allavegana að komast af með eins lítinn svefn og mögulegt er, enda engin leið að sofa í allri þessari birtu.

En eitt er það sem fylgir því þegar heitt veður og mikil hreyfing fer saman: Það er sviti. Alltaf gott að svitna duglega en þegar svitinn á tánum er orðinn mjög mikill, þá veit hver maður að því fylgir hin fræga táfýla. Ýmis ráð eru við táfýlu en eitt það allra besta er að vera einfaldlega í opnum skóm. Leyfa loftinu og sólinni að leika um tásurnar en ekki loka þær inni í hitakófi og myrkri. Á rölti um götur bæjarins á góðum sumardegi eða á flakki um landið eða útlönd í fanta stuði, þá er um að gera að draga á fót fagra bandaskó, sandala eða aðra opna skó. Gnægð er í búðunum af slíku þarfaþingi en svo er líka um að gera að draga fram gömlu góðu skóna, frá mömmu eða ömmu.