Fjallkonan Alþjóðagjaldeyrirssjóðurinn er vondi kallinn.
Fjallkonan Alþjóðagjaldeyrirssjóðurinn er vondi kallinn.
Leikhópur Hlutverkaseturs stendur fyrir gjörningnum Fjallkonan á Austurvelli í dag kl. 14. Þórður Örn Guðmundsson, einn af skipuleggjendum og höfundum gjörningins, segir þetta vera gjörningamótmæli yfir ástandinu í landinu.

Leikhópur Hlutverkaseturs stendur fyrir gjörningnum Fjallkonan á Austurvelli í dag kl. 14. Þórður Örn Guðmundsson, einn af skipuleggjendum og höfundum gjörningins, segir þetta vera gjörningamótmæli yfir ástandinu í landinu. Efni gjörningsins eru raunir fjallkonunnar okkar elskuðu, sem hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í kjölfar fjármálahrunsins. Hún kynnist vonbiðli sem að þessu sinni er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, eða vondi maðurinn, og framtíðin virðist brosa við henni. Ekki fer þó allt eins og ætlað er og spilar Icesave-deila þar stórt hlutverk. Til hjálpar fjallkonunni koma frumefnin fjögur; loft, jörð, vatn og eldur og aðstoða við endurreisn hennar. Söngur spilar stórt hlutverk í gjörningnum og verða flutt ættjarðarljóð og ýmsir þekktir textar eftir gömul og ný þjóðskáld.

Notast verður við brúður sem unnar voru úr litlu sem engu, sérstaklega fyrir verkið, og munu þær leggja af stað frá ýmsum stöðum í miðborginni og mætast á Austurvelli. Milli tuttugu og þrjátíu manns taka þátt í gjörningnum. Segja þeir sem gjörninginn fremja að búast megi við því að sjáist til fjallkonunnar í Þingholtunum nokkru fyrr og vonbiðillinn hefur þegar boðað komu sína á Laugaveginn upp úr hálf tvö.